top of page

FORÐAKÚTUR FYRIR HEITT NEYSLUVATN

Logo_edited.png

Aukið magn af heitu neysluvatni

Forðakúturinn gefur aukið magn af heitu neysluvatni með því að byggja upp heitan vatnsforða þegar notkunin er lítil

-Rennsli af heitu vatni verður jafnt og rennsli af köldu vatni

-Upphitað neysluvatn, minni útfellingar í lögnum og blöndunartækjum

-Hitaveitan er ekki leidd inn í bústaðinn sem minnkar hættuna á kostnaðarsömum vatnstjónum
 
-Fjárhagslegur ávinningur ef keyptir eru auka lítrar af heitu vatni
VARAN

Megintilgangur forðakútsins er að auka heitavatns magnið/þrýsting og hefur reynslan sýnt að vatns-magnið 3-4 faldast hjá viðskiptavinum tengdum með grunntengingu upp á 3 lítra/mín. Ef greitt hefur verið fyrir auka mínútulítra af heitu vatni, borgar fjárfestingin sig upp á tæpum 4 árum.

UPPSETNING

Uppsetning á forðakútnum er einföld hjá þeim húseigendum þar sem hitaveita og kaldavatns tenging er lögð í hefðbundinn hitaveituskáp. Gjöfull annast uppsetningu á forðakútnum og vinnur einnig í samstarfi við aðra löggilta aðila.

FYRIRSPURNIR

Ef óskað er frekari upplýsinga munum við kappkosta við að svara þeim eftir bestu getu. Einfaldast er að nýta flipann hér að ofan og munum við svara fyrirspurn þinni svo skjótt sem auðið er.
Einnig má senda fyrirspurnir á gjofull@gjofull.is 

VIÐSKIPTAVINIR

Við leggjum mikla áherslu á góða þjónustu og rétta notkun á búnaðinum, sem skilar okkur ánægðum viðskiptavinum. Þú getur skoðað umsagnir í flipa efst á síðunni.  Hafðu samband og vertu hluti af þeim ánægðu viðskiptavinum okkar sem gefa okkur umsögn sína.

Nýting á hitaveitutengingu hámörkuð

Með tengingu við forðakútinn er nýting á hitaveitutengingu hámörkuð og skammtur af 3-5 lítrar á mínútu eru nægjanlegir í flestum tilfellum

-Hentar við öll sumarhús þar sem rennsli af heitu vatni er takmarkað

-Einfalt í uppsetningu og tengist við núverandi búnað í flestum tilfellum

-Búnaður framleiddur af virtum framleiðanda og hannaður fyrir íslenskar aðstæður

-Ánægðir viðskiptavinir sem mæla eindregið með vörunni
bottom of page