top of page

GJÖFULL VARMAGJAFI

Gísli Tómasson pípulagningameistari, eigandi Loka lagnaþjónustu ehf. var lengi með þann draum að ná fullum gæðum út úr hitaveitu á hemli án þess að auka lítra/mín. Upphófst því vegferð án allra styrkja eða stuðninga og loks varð sá draumur að veruleika og er Gjöfull hannaður í samstarfi við norska fyrirtækið Høiax sem hefur áratuga reynslu í framleiðslu. Fyrsti forðakúturinn var settur upp haustið 2008 og hefur okkar vara þjónað viðskiptavinum með afbragðs góðum árangri síðan þá.

Lögð er áhersla á að vinna með fagmönnum við uppsetningu á búnaði og er því varan oft seld til pípulagningameistara eða viðurkenndra söluaðila. Hægt er að fá forðakútinn hjá okkur með eða án uppsetningar, auk þess sem boðið er upp á heildarlausnir fyrir hitaveitutengingar í sumarhús með hitaveitugrind og forðakútnum Gjöfli. Loki lagnaþjónusta ehf. hefur átt gott samstarf við Tengi, Vatnsvirkjann og aðra byrgja sem selja forðakútana til sinna viðskiptavina og einstaklinga.

Við leggjum allt okkar í að verða við óskum viðskiptavina okkar til þess að bæta gæði vatns og öryggi í sumarhúsum.

 

Loki lagnaþjónusta ehf

Kambahrauni 51

810 Hveragerði

kt.  630806 2240

bottom of page